Íslandsmót unglinga og öldunga

Íslandsmót unglinga og öldunga

Annar góður dagur á Íslandsmóti unglinga og öldunga um helgina! Þvílík stemning og gleði!

Hinrik Veigar átti algjörlega frábært mót enda búinn að leggja inn gríðarlega góða vinnu af mikilli samviskusemi fyrir mótið. Einstaklega sætt að sjá uppskeruna og gleðina enda öll fjölskyldan mætt á fremsta bekk til að hvetja sinn mann!

Hnébeygja 255 kg (35 kg bæting).
Bekkpressa 140 kg (2,5 kg bæting).
Réttstaða 275 kg (22,5 kg bæting).
Samanlagt 670 kg (60 kg bæting) og náði bæði EM og HM lágmörkum, silfur í mjög sterkum -105 kg flokki unglinga.

Steinar Bragi átti hörkuflott mót. Við erum nýlega byrjaðir að vinna saman og þarna munu miklir kraftar leysast úr læðingi á komandi tímum hjá honum.

Hnébeygja 217 kg (2,5 kg bæting).
Bekkpressa 115 kg (2,5 kg frá hans besta).
Réttstaða 242,5 kg (jafnt hans besta). 250 kg fóru nánast alla leið upp í síðustu tilraun, bara hársbreidd sem vantaði uppá.
Samanlagt 575 kg sem er 2,5 kg bæting. Brons í -105 kg flokki unglinga.

Sveinn Ómar átti frábært mót, allar lyftur gildar. Við erum nýlega byrjaðir að vinna saman og hann á eftir að láta vel að sér kveða á næstu misserum.

Hnébeygja 172,5 kg (2,5 kg bæting).
Bekkpressa 120 kg (15 kg bæting).
Réttstaða 215 kg (17,5 kg bæting).
Samanlagt 507,5 kg (32,5 kg bæting) og 4. sæti í -83 kg flokki unglinga.

Gleðin og vinnusemin sem einkennir þessa drengi er frábær, algjör draumur fyrir þjálfara að fá að vinna með þeim! Helgin var sannkölluð kraftlyftingaveisla á fjölmennasta móti sem haldið hefur verið frá upphafi. Þangað til næst! 🔥🔥🔥
Back to blog