HINRIK PÁLSSON

Ég er næringarþjálfari og kraftlyftingaþjálfari, þjálfa m.a. meistaraflokk Stjörnunnar, ásamt því að keppa sjálfur í kraftlyftingum. Ég býð uppá fjarþjálfun í kraftlyftingum, almennri styrktarþjálfun og næringarþjálfun fyrir alla aldursflokka og getustig. Einnig býð ég uppá fyrirlestra, námskeið og staka viðtalstíma fyrir hópa, lið og einstaklinga um næringu íþróttafólks, þjálfun o.fl. Ég er líka fararstjóri í hreyfi- og heilsuferðum hjá ferðaskrifstofunni Skotgöngu.


Smelltu hér til að hafa samband, fá frekari upplýsingar eða bóka fund með mér.

  • Næringarþjálfari hjá Fiercely Fueled Nutrition frá 2022.
  • Kraftlyftingaþjálfari frá 2021, m.a. verið þjálfari í fjölmörgum
   landsliðsverkefnum hjá Kraftlyftingasambandi Íslands (KRAFT).
  • Margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kraftlyftingum í öldungaflokki,
   einnig unnið til verðlauna á EM öldunga í kraftlyftingum.
  • Hef keppt í langhlaupum, m.a. þrisvar hlaupið Laugavegsmaraþon.
  • Í stjórn KRAFT frá 2021, þar af formaður frá 2023.
  • Þjálfaranám 1. stig í kraftlyftingum hjá ÍSÍ og KRAFT.
  • Dómararéttindi í kraftlyftingum.
  • Working Against Gravity og Fiercely Fueled Nutrition næringarþjálfaranám.
  • Fyrrum lögreglumaður og meðlimur í sérsveit lögreglunnar.
  • BS gráða í félagsfræði, MA gráða í afbrotafræði og MS gráða í viðskiptafræði.
  • Nemi íþróttanæringarfræði (diplóma á meistarastigi).
 • Sóley Margrét Jónsdóttir -landsliðskona í kraftlyftingum, Evrópumeistari og margfaldur verðlaunahafi á EM og HM

  Hef farið til margra næringaþjálfara í gegnum tíðina en það hefur enginn hjálpað mér jafn mikið og Hinrik! Árangurinn og orkan á æfingum hefur aukist til muna og í fyrsta skipti, í 3 ár, er ég að ná að breyta líkamssamsetningunni í rétt form. Ég hef lært svo gríðarlega mikið og ég gæti ekki mælt meira með!

 • Sebastiaan Dreyer -unglingalandsliðsmaður í kraftlyftingum

  Working with Coach Hinrik has been an absolute pleasure. He was very open and happy to help and since starting with him, it’s been a house on fire. Not only did my bench max become my opener in my first competition, in the year since that competition we added 150kg to my first total. Now he is getting me closer to squatting 300kg in my next competition and I’m excited to see how our second year together will go. He is not only knowledgeable in programming, but handles my nutrition expertly. This is the man you want in your corner on and off the platform. He keeps you focused and when tough times arise, his experience shows. Anyone that starts with him, is lucky. He is a great coach and an even better person.

 • Hinrik Veigar Hinriksson - unglingalandsliðsmaður í kraftlyftingum

  Ég hef keppt alþjóðlega í kraflyftingum undir leiðsögn Hinriks Pálssonar og náð góðum árangri. Hann hefur ekki aðeins hjálpa mér við að þróa tæknilega færni mína og byggja upp andlega seiglu, heldur hefur hann einnig hjálpað mér að endurskipuleggja næringarvenjur mínar. Það hefur leitt til aukinnar orku á æfingum og í keppni. Ég hef aldrei fundið fyrir meiri framförum.

1 of 3

Hlekkir: